<$BlogRSDUrl$>

Monday, March 17, 2003

Töskur
Það skiptir miklu máli að taka með góða tösku því að þú átt eftir að bera hana mikið.
Stór bakpoki (svona 60-100 l.)
Mæli með svona interrail bakpokum sem hægt er að renna á hliðinni (þægilegra en að þurfa að taka allt draslið uppúr til að ná í það sem er neðst)
Dagpoki (sumir stórir bakpokar eru með dagpoka renndan framaná)
Hliðartaska-lítil

Sjúkrakitt
Maður getur víst meitt sig á ferðalögum.
Plástrar
Til að setja á litlu sætu óóin
Gerviskin
Fyrir blöðrurnar
Afterbite
Bit eftir moskító klæja; mæli með tiger balm sem fæst í Tælandi algjör snilld enn einnig er hægt að kaupa ágætis after bite dót í apótekum hérna heima.
Antihistamín
Alltaf gott ef að maður fær ofnæmi fyrir einhverju, þau geta einnig verið sniðugt við miklum ofnæmisviðbrögðum vegna moskítóbita.
Ofnæmiskrem
Ef þú ert ofnæmis kjúklingur eins og ég
Verkjatöflur
Niðurgangs/ælutöflur
Algjört must að taka með sér Imodium, þú átt eftir að fá í magann, jafnvel í 10 tíma rútuferð í skítugri rútu og þá viltu ekki þurfa að hlaupa á ógeðslegu dolluna á 5 mín fresti. Það er samt mælt með að leyfa líkamanum að losa sig við það sem er að valda magakveisunni, en stundum má maður ekki við því að sitja á klósettinu í heilan dag.
Alhliða fúkkalyf
Ef að maður skildi fá nastí bakteríusýkingu og ekki komast til læknis
Sótthreinsandi eða sprit

Þess má geta að sterkt áfengi getur þjónað sama tilgangi.
Sótthreinsigel
Til að sótthreinsa hendur eftir klósettferðir og fyrir mat á stöðum þar sem vask og sápu vantar.
Hitamælir

Svona léttan munnmælir til að ath. hvort maðursé með hita
Latexhanskar
Koma að góðum notum við ýmsar aðstæður t.d. ef þú missir passann ofaní klósettið
Malaríutöflur
Það er ekkert gaman að fá svona
Koníak
Mæli með 1/2 staupi að koníaki á hverjum morgni til að halda maganum í lagi
Upplýsingar um veiki og ofnæmi
Bólusetningarskírteini
Passa að vera búin að taka viðeigandi bólusetningar, þú kemst ekki inní mörg lönd án þeirra.
Einnig er algjör óþarfi að bjóða hættunni heim.
Svo getur líka verið sniðugt að kaupa sér
Teygjubindi

Sáraumbúðir (eða lítið sjúkrakitt)
Varasalva (helst með sólarvörn)


Þess má þó geta að þetta er allt hægt að kaupa í útlöndum, en það er samt sniðugt að vera með a.m.k. eitthvað alltaf á sér, sérstaklega á ferðalögum fjarri mannabústöðum. Mín reynsla er sú að í flestum löndum eru lyfjafræðingar í apótekum mjög færir, þó maður tali ekki málið er bara hægt að benda á útbrot eða leika niðurgang (hef gert bæði). Passið ykkur bara að skilja á hversu margra tíma fresti þið eigið að taka töflurnar, 12 og 2 hljóma ansi líkt á sumum tungumálum.

Dót
Það er alls konar dót sem kemur að góðum notum í svona ferðum
Myndavél-filmur-batterí (nú eða stórt minniskort og snúru til að tengja við tölvur)
Til að taka myndir af öllu því sæta sem að maður sér, alltaf sniðgt að hafa aukabatterí með sér ekkert gaman að verða batteríslaus á crusial moments.
Vasaljós/hausljós-aukaperur-batterí
Þú kemur seint heim um kvöld á hostelið og vilt ekki vekja alla með því að kveikja loftljósið, en þarft að rata í rúmið.
Vasahníf
Kemur að mjög góðum notum, mæli með svona multivasahníf, með upptakara, skærum, hníf og öðru sniðugu
Hnífapör
Ódýr plasthnífapör úr IKEA duga vel, en í öllum útivistarbúðum fást útileiguhnífapör sem taka lítið pláss.
Box
Getur verið gott til að geyma matarafganga og nesti
Plastglös
Til að drekka úr (úr hörðu plasti sem brotnar ekki auðveldlega).
Vatnsflaska
Ég hef nú alltaf bara notast við gosplastflöskur sem ég hef keypt mér hverju sinni.
Lonely planet

Bók
Ipod
Heyrnatól
Lás
Já til að læsa bakpokanum, það eru ekki allir heiðarlegir í þessum heimi
Saumasett
Algjör snilld að hafa þegar að tala dettur af buxum, eða lítil saumspretta kemur í klofið á einu stuttbuxunum þínum
Magavasa
Svona innaná til að setja verðmætin í. Er líka sniðugt að hafa svona lítið tau veski sem maður getur nælt inná buxnastrengin og passar fyrir kortin og peninga. Hef verið rænd með svoleiðis og bófarnir fundu það ekki.
Plastpoka
Rúlla af litlu nestispokum getur komið að mjög góðum notum
Ennþá sniðugra er að fá sér svona zip poka (plastpokar sem eru með nokkurskonar rennilás að ofan, þannig að hægt er að opna og loka pokanum).
Dagbók, skriffæri, límsstifti og tréliti
Mæli með að halda góða dagbok úti sem maður skrifar ferðasöguna í, límstiftið er til að líma sniðuga hluti inní hana.
Sjónauka
Til að njósna um fólkið í næsta kofa.. kemur sér einnig vel við fuglaskoðun og annað þessháttar.. mæli samt með litlum sjónauku
Svefnpoka/svefnlak
Svefnpokar taka mikið pláss, þannig að ekki taka hann með nema þú nauðsynlega þurfir þess. Oft er einnig hægt að leigja svefnpoka. Það er hægt að kaupa ódýra lak svefnpoka (slepingbag linear) a.m.k. erlendis, sem hægt er að nota ef til að sofa í á ógeðslegum hostelrúmum.
Þvottasnúra
Ferðaþvottasnúra gerð úr teygjum, með krókum á endanum er algjör snilld. Auðveldar mjög að þurrka föt á hostelherbergjum sem maður neyðist til að þvo í vaskinum.
Snyrtidót og þessháttar
Það eru ýmsar nauðsynjavörur sem tilheyra snyrtidóti og er vert að hafa með í för

Klósettpappír
1-2 rúllur er gott að hafa í töskunni, svona ef maður sullar einhverju niður eða er kámugur á höndunum. Kemur samt að bestum notum þegar maður þarf að fara út í skóg að gera eitthvað sniðugt, nú eða lendir á almenningsklósettum án pappírs .
Eyrnatappar
Þannig að maður geti sofið þó að það sé trompet við hliðiná á manni eða einhverjir sem tala stanslaust .. vakandi og sofandi..
Sjampó-næringu
Þannig að hárið verði fallegt
Rakakrem
Þannig að húðin verði sæt og ofþorni ekki
Sólaráburð
Það er ekki gaman að brenna og geta ekki verið úti í nokkra daga, mæli með sterkum vörnum þ.e. a.m.k. yfir 20 (helst 30+). Fólk klikkar oft á því að þegar að ferðast er nálægt miðbaug er sólin mun sterkari en á Spáni, því dugar sólarvörn nr. 8, 10 og 15 skammt, sérstaklega á viðkvæmum svæðum eins og öxlum. Mæli með að byrja á sterkri sólarvörn og síðan ef ykkur finnst það of mikið er hægt að minnka við sig. Hef heyrt um marga sem ætla að spara og kaupa sólarvörnina erlendis, en góðar sólarvarnir eru dýrar hvar sem þú kemur og oft eru ódýrari týpur algjört drasl. Ef þú millilendir í London þá er Boots á flugvöllunum þar oft með 2 fyrir 1 á sólarvörnum.
grænt gel - aloe vera
Sólarvörnin er ekki alltaf nóg og maður brennur
Moskítókrem/spray
Til að fæla móskítóflugurnar í burtu, mælt er með að nota fælur sem innihalda milli 30-50 % af DEET. Þetta er ekki selt á íslandi en fæst í löndunum í kring (t.d. í BOOTS sem er á öllum flugvöllum í London) og í löndum með moskítófluguvandamál.
Bursta
Til að hárið verði ekki allt of úfið
Túrtappar og Dömubindi
Ef að Rósa frænka skyldi koma í heimsókn. Oft getur verið erfitt að nálgast þessa munaðavöru (sérstaklega túrtappa). Var að ferðast með breskri stelpu í Braselíu sem hafði verið á flakki um suður-Ameríku í nokkra mánuði og líkti því að leita að Ob í búðum við að finna nál í heystakk.
Getnaðarvarnir
you never know, auk þess þá fær maður oft í magann á ferðalögum með gullfossi eða Geysir og þá virkar pillan ekki. Oft getur maður aðeins keypt innlenda framleiðslu sem stenst ekki staðla EU.
Ýmislegt annað sem gott er að hafa með sér
Naglaklippur (skæri á vasahnífnum virka einnig)
Ilmvötn
Táfýlusprey -Skórnir þínir og tærnar þínar eiga eftir að lykta illa
Gel
Spennur-teygjur
Sólgleraugu
Gleraugu
Linsudót
Tannbursti
Tannþráður
Tannkrem
Hælaskrúbb
Málingadót
Rakdót

This page is powered by Blogger. Isn't yours?