<$BlogRSDUrl$>

Thursday, February 16, 2006

Þessi síða gerði ég áður en að ég fór í 3 mánaða ferðalag um Tæland og S-Ameríku. Hef nú uppfært hana, tekið út hluti og bæta við því sem mér fannst vanta. Er alls ekki tæmandi listi en hann getur vonandi hjálpað einhverjum. Síðan er um að gera að reyna að pakka sem minnstu þar sem að þú þarft að bera allt á bakinu, og bakpokinn á eftir að þyngjast er líður á ferðina. Mín reynsla er sú að fötin eyðileggjast oft á leiðinni, þannig að ekki taka nein með ykkur sem þið viljið endilega getað notað aftur á Íslandi.
Hægt er að minnka ummál farangurs á auðveldan hátt með því að velja frekar litla hluti en stóra t.d. kaupa sér lítinn hárbusta, lítið ferðahandklæði (svona fljótþornandi sem fæst í útivistarbúðum) o.þ.h. Ef maður er að ferðast með einhverjum er svo um að gera að deila, alveg óþarfi að báðir aðilar séu með allt úr sjúkrakittinu og ein tannkremstúpa dugar ykkur líklega.
0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?