<$BlogRSDUrl$>

Friday, March 07, 2003

Nokkur MUST
Það eru ýmsir hlutir sem er bráðnauðsynlegt að taka með sér í svona ferð. Það er alveg sama ef þú gleymir öllu öðru þá geturðu bjargað þér ef þú hefur hluti nr. 1-3 með þér.

1.Flugmiðar
Ef þið gleymið þessu þá komist þið ekki neitt.
2.Vegabréf
Maður kemst víst ekki langt án þess heldur (allavega ekki út fyrir Evrópu)
3.Debit/kretitkort
4.Lykilorð að heimabanka og hraðbanka
5.Peningar
6.Upplýsingar um tryggingar (hvort sem að það er heimilistrygging, visatrygging eða annað)
7.Vegabréfsáritanir
8.Passamyndir ( fyrir vegabréfsáritanir )
9.Ökuskírteini
Svo er einnig sniðugt að taka með sér
10.Skólaskírteini (ISIC): Maður fær ótrúlegastu afslætti á það, hef komist á hálfvirði í bíó í S-Ameríku (borgað 150 kr. í stað 300 kr.), frítt inná söfn í Aþenu, fengið ódýrari flugfargjöld í Tælandi og Ástralíu og afslætti í ferðir útum allan heim.
11.Köfunarskírteini

Mæli svo með að taka ljósrit af öllu, geyma eitt í bakpokanum og eitt ljósrit heima hjá góðum vandamanni á Íslandi. Síðan er náttúrulega ennþá sniðugra að skanna passan o.fl. inn í tölvuna og geyma í póstforritinu þínu. Er mun auðveldara að redda nýjum passa o.þ.h. í útlöndum ef að maður hefur ljósrit af öllu. Hafið einnig meðferðist á góðum stað neyðarnúmer hjá íslensku kortafyrirtækjunum til þess að auðvelt sé að loka kortunum.

Monday, March 03, 2003

FÖT
Þetta er það sem tekur mesta pláss í töskunni og því þarf að velja vel. Sniðugast er að vera með flíkur úr bómul og/eða hör og öðrum náttúrulegum efnum því að þau þornar fljótt og maður svitnar ekkert svaka mikið í því, ýmis íþróttarefni eru einnig fín (dry fit o.þ.h.). Skjannahvítar flíkur skítna mjög fljótt og upplitast auðveldlega í þvotti og eru því ekki mjög hentugar. Það sparar einnig mikla fyrirhöfn að vera með flíkur er má þvo saman í einni vél og eru ekki viðkvæmar (handþvottur o.þ.h.). Þegar farið er með föt í þvott er öllu skellt í eina vél, þannig að ef að þið eruð með eitthvað sem litar (eða kaupið ykkur á leiðinni) mæli ég með að þvo það bara sér í höndunum (hef m.a. keypt mér rauðar thai buxur sem lita ennþá eftir marga þvotta). Einnig getur verið sniðugt að taka með sér flíkur sem henda má á leiðinni, t.d. nærbuxur með gati sem hægt er að nota einu sinni og henda síðan (það sér þær hvort sem er enginn og þetta sparar þvott) eða kaupa sér flíspeysu á 2000 kr. í rúmfatalagernum og losa sig síðan við hana þegar komið er í hlýrra loftslag.
Ef manni vantar eitthvað er oftast hægt að kaupa það, sérstaklega stuttermaboli. Þið verðið samt að hafa í huga að erfitt getur verið að fá nógu stórar stærðir í sumum suðrænum löndum, ég er nú bara venjulegur íslendingur en það var mjög erfitt að kaupa einhver almennilega föt sem voru nógu stór á mig í S-Ameríku og Asíu (Ansi fúlt að fara inní mátunarklefa með XL sem var of lítið, þegar maður er S/M hérna heima). En aftur á móti ef að þið farið til Ástralíu eða N-Ameríku lendið þið ekki í neinum vandræðum.
2.Léttan regnjakka
Það á ábyggilega eftir að rigna. Helst svona sem hægt er að pakka saman í lítinn böggull, einnig geta regnponcho verið sniðug ef að maður er að fara á svæði þar sem rignir lítið.
3.Hlý peysa
Engin lopapeys, bara svona létt íþróttapeysa eða þunn flíspeysa.
4.Síðarbuxur
Stundum er bannað að bera leggina :( Síðan er líka sniðugt að vera í síðbuxum til að móskítóflugurnar bíti mann ekki í lappirnar í ljósaskiptunum
5.Stuttbuxur
Til að fá brúna og fallega leggi
6.stuttermabolir
Svona 2 stk.
7.hlýra/ermalausir bolir
Svona 2 stk.
8.Síðerma bol
1 sniðugt að vera í þeagar maður hefur brunnið eða er að snorkla.
10.Pils
11.Nærföt
Nóg af því og helst bómull eða einhverju þægilegu efni. Hitti reyndar einu sinni stelpu í heimsreisu sem keypti sér alltaf bara ódýrustu nærbuxurnar sem hún fann á hverjum stað, notaði þær einu sinni og henti svo.
12.Brjóstahaldarar
Mæli ekki með þykkum push up .. sviti.is... Persónulega nota ég mikið bíkinibrjóstarhaldara til að halda vinkonunum á sínum stað.. þeir þorna fljótt og eru þægileg í hita.
13.Sokkar
Mæli með litlum ökklasokkum að mestum hluta, ekkert jafn hallærislegt og fólk með sokkafar upp á miðja kálfa (þetta á líka við um stráka).
14.Sandalar
Stundum þarf að leyfa táslunum að anda ....
15.Strigaskór
Stundum eru lítil skrítin dýr á vegi okkar sem finnst gott að narta í sveittar tær og þá er gott að vera í lokuðum skóm
16.Auka reimar
Ekkert gaman að vera einhverstaðar fjarri alfaraleið og reimarnar slitna
17.Hattur/derhúfa
Svona þannig að manni verði ekki heitt á hausnum og fái sólsting
18.Kupla
Sömu not og hattur
19.Handklæði, lítið
Maður þarf víst stundum að fara í sturtu. Ferðahandklæði úr fljótþornandi efnum eru sniðug. Taka minna pláss og þorna fljótt.
20.Þvottapoka
Til að þvo af sér ferðaryk
22.Fínni föt eitt sett
Ef manni skyldi vera boðið eitthvað fínt.. t.d. í matarboð til kóngsins.. persónulega ætla ég bara að vera með einhvern næs topp til að fara í og pils (þetta eru bæði hlutir sem eru á listanum hér fyrir ofan)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?