<$BlogRSDUrl$>

Friday, March 07, 2003

Nokkur MUST
Það eru ýmsir hlutir sem er bráðnauðsynlegt að taka með sér í svona ferð. Það er alveg sama ef þú gleymir öllu öðru þá geturðu bjargað þér ef þú hefur hluti nr. 1-3 með þér.

1.Flugmiðar
Ef þið gleymið þessu þá komist þið ekki neitt.
2.Vegabréf
Maður kemst víst ekki langt án þess heldur (allavega ekki út fyrir Evrópu)
3.Debit/kretitkort
4.Lykilorð að heimabanka og hraðbanka
5.Peningar
6.Upplýsingar um tryggingar (hvort sem að það er heimilistrygging, visatrygging eða annað)
7.Vegabréfsáritanir
8.Passamyndir ( fyrir vegabréfsáritanir )
9.Ökuskírteini
Svo er einnig sniðugt að taka með sér
10.Skólaskírteini (ISIC): Maður fær ótrúlegastu afslætti á það, hef komist á hálfvirði í bíó í S-Ameríku (borgað 150 kr. í stað 300 kr.), frítt inná söfn í Aþenu, fengið ódýrari flugfargjöld í Tælandi og Ástralíu og afslætti í ferðir útum allan heim.
11.Köfunarskírteini

Mæli svo með að taka ljósrit af öllu, geyma eitt í bakpokanum og eitt ljósrit heima hjá góðum vandamanni á Íslandi. Síðan er náttúrulega ennþá sniðugra að skanna passan o.fl. inn í tölvuna og geyma í póstforritinu þínu. Er mun auðveldara að redda nýjum passa o.þ.h. í útlöndum ef að maður hefur ljósrit af öllu. Hafið einnig meðferðist á góðum stað neyðarnúmer hjá íslensku kortafyrirtækjunum til þess að auðvelt sé að loka kortunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?