<$BlogRSDUrl$>

Monday, March 03, 2003

2.Léttan regnjakka
Það á ábyggilega eftir að rigna. Helst svona sem hægt er að pakka saman í lítinn böggull, einnig geta regnponcho verið sniðug ef að maður er að fara á svæði þar sem rignir lítið.
3.Hlý peysa
Engin lopapeys, bara svona létt íþróttapeysa eða þunn flíspeysa.
4.Síðarbuxur
Stundum er bannað að bera leggina :( Síðan er líka sniðugt að vera í síðbuxum til að móskítóflugurnar bíti mann ekki í lappirnar í ljósaskiptunum
5.Stuttbuxur
Til að fá brúna og fallega leggi
6.stuttermabolir
Svona 2 stk.
7.hlýra/ermalausir bolir
Svona 2 stk.
8.Síðerma bol
1 sniðugt að vera í þeagar maður hefur brunnið eða er að snorkla.
10.Pils
11.Nærföt
Nóg af því og helst bómull eða einhverju þægilegu efni. Hitti reyndar einu sinni stelpu í heimsreisu sem keypti sér alltaf bara ódýrustu nærbuxurnar sem hún fann á hverjum stað, notaði þær einu sinni og henti svo.
12.Brjóstahaldarar
Mæli ekki með þykkum push up .. sviti.is... Persónulega nota ég mikið bíkinibrjóstarhaldara til að halda vinkonunum á sínum stað.. þeir þorna fljótt og eru þægileg í hita.
13.Sokkar
Mæli með litlum ökklasokkum að mestum hluta, ekkert jafn hallærislegt og fólk með sokkafar upp á miðja kálfa (þetta á líka við um stráka).
14.Sandalar
Stundum þarf að leyfa táslunum að anda ....
15.Strigaskór
Stundum eru lítil skrítin dýr á vegi okkar sem finnst gott að narta í sveittar tær og þá er gott að vera í lokuðum skóm
16.Auka reimar
Ekkert gaman að vera einhverstaðar fjarri alfaraleið og reimarnar slitna
17.Hattur/derhúfa
Svona þannig að manni verði ekki heitt á hausnum og fái sólsting
18.Kupla
Sömu not og hattur
19.Handklæði, lítið
Maður þarf víst stundum að fara í sturtu. Ferðahandklæði úr fljótþornandi efnum eru sniðug. Taka minna pláss og þorna fljótt.
20.Þvottapoka
Til að þvo af sér ferðaryk
22.Fínni föt eitt sett
Ef manni skyldi vera boðið eitthvað fínt.. t.d. í matarboð til kóngsins.. persónulega ætla ég bara að vera með einhvern næs topp til að fara í og pils (þetta eru bæði hlutir sem eru á listanum hér fyrir ofan)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?