<$BlogRSDUrl$>

Monday, March 03, 2003

FÖT
Þetta er það sem tekur mesta pláss í töskunni og því þarf að velja vel. Sniðugast er að vera með flíkur úr bómul og/eða hör og öðrum náttúrulegum efnum því að þau þornar fljótt og maður svitnar ekkert svaka mikið í því, ýmis íþróttarefni eru einnig fín (dry fit o.þ.h.). Skjannahvítar flíkur skítna mjög fljótt og upplitast auðveldlega í þvotti og eru því ekki mjög hentugar. Það sparar einnig mikla fyrirhöfn að vera með flíkur er má þvo saman í einni vél og eru ekki viðkvæmar (handþvottur o.þ.h.). Þegar farið er með föt í þvott er öllu skellt í eina vél, þannig að ef að þið eruð með eitthvað sem litar (eða kaupið ykkur á leiðinni) mæli ég með að þvo það bara sér í höndunum (hef m.a. keypt mér rauðar thai buxur sem lita ennþá eftir marga þvotta). Einnig getur verið sniðugt að taka með sér flíkur sem henda má á leiðinni, t.d. nærbuxur með gati sem hægt er að nota einu sinni og henda síðan (það sér þær hvort sem er enginn og þetta sparar þvott) eða kaupa sér flíspeysu á 2000 kr. í rúmfatalagernum og losa sig síðan við hana þegar komið er í hlýrra loftslag.
Ef manni vantar eitthvað er oftast hægt að kaupa það, sérstaklega stuttermaboli. Þið verðið samt að hafa í huga að erfitt getur verið að fá nógu stórar stærðir í sumum suðrænum löndum, ég er nú bara venjulegur íslendingur en það var mjög erfitt að kaupa einhver almennilega föt sem voru nógu stór á mig í S-Ameríku og Asíu (Ansi fúlt að fara inní mátunarklefa með XL sem var of lítið, þegar maður er S/M hérna heima). En aftur á móti ef að þið farið til Ástralíu eða N-Ameríku lendið þið ekki í neinum vandræðum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?