<$BlogRSDUrl$>

Monday, March 17, 2003

Dót
Það er alls konar dót sem kemur að góðum notum í svona ferðum
Myndavél-filmur-batterí (nú eða stórt minniskort og snúru til að tengja við tölvur)
Til að taka myndir af öllu því sæta sem að maður sér, alltaf sniðgt að hafa aukabatterí með sér ekkert gaman að verða batteríslaus á crusial moments.
Vasaljós/hausljós-aukaperur-batterí
Þú kemur seint heim um kvöld á hostelið og vilt ekki vekja alla með því að kveikja loftljósið, en þarft að rata í rúmið.
Vasahníf
Kemur að mjög góðum notum, mæli með svona multivasahníf, með upptakara, skærum, hníf og öðru sniðugu
Hnífapör
Ódýr plasthnífapör úr IKEA duga vel, en í öllum útivistarbúðum fást útileiguhnífapör sem taka lítið pláss.
Box
Getur verið gott til að geyma matarafganga og nesti
Plastglös
Til að drekka úr (úr hörðu plasti sem brotnar ekki auðveldlega).
Vatnsflaska
Ég hef nú alltaf bara notast við gosplastflöskur sem ég hef keypt mér hverju sinni.
Lonely planet

Bók
Ipod
Heyrnatól
Lás
Já til að læsa bakpokanum, það eru ekki allir heiðarlegir í þessum heimi
Saumasett
Algjör snilld að hafa þegar að tala dettur af buxum, eða lítil saumspretta kemur í klofið á einu stuttbuxunum þínum
Magavasa
Svona innaná til að setja verðmætin í. Er líka sniðugt að hafa svona lítið tau veski sem maður getur nælt inná buxnastrengin og passar fyrir kortin og peninga. Hef verið rænd með svoleiðis og bófarnir fundu það ekki.
Plastpoka
Rúlla af litlu nestispokum getur komið að mjög góðum notum
Ennþá sniðugra er að fá sér svona zip poka (plastpokar sem eru með nokkurskonar rennilás að ofan, þannig að hægt er að opna og loka pokanum).
Dagbók, skriffæri, límsstifti og tréliti
Mæli með að halda góða dagbok úti sem maður skrifar ferðasöguna í, límstiftið er til að líma sniðuga hluti inní hana.
Sjónauka
Til að njósna um fólkið í næsta kofa.. kemur sér einnig vel við fuglaskoðun og annað þessháttar.. mæli samt með litlum sjónauku
Svefnpoka/svefnlak
Svefnpokar taka mikið pláss, þannig að ekki taka hann með nema þú nauðsynlega þurfir þess. Oft er einnig hægt að leigja svefnpoka. Það er hægt að kaupa ódýra lak svefnpoka (slepingbag linear) a.m.k. erlendis, sem hægt er að nota ef til að sofa í á ógeðslegum hostelrúmum.
Þvottasnúra
Ferðaþvottasnúra gerð úr teygjum, með krókum á endanum er algjör snilld. Auðveldar mjög að þurrka föt á hostelherbergjum sem maður neyðist til að þvo í vaskinum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?