<$BlogRSDUrl$>

Monday, March 17, 2003

Sjúkrakitt
Maður getur víst meitt sig á ferðalögum.
Plástrar
Til að setja á litlu sætu óóin
Gerviskin
Fyrir blöðrurnar
Afterbite
Bit eftir moskító klæja; mæli með tiger balm sem fæst í Tælandi algjör snilld enn einnig er hægt að kaupa ágætis after bite dót í apótekum hérna heima.
Antihistamín
Alltaf gott ef að maður fær ofnæmi fyrir einhverju, þau geta einnig verið sniðugt við miklum ofnæmisviðbrögðum vegna moskítóbita.
Ofnæmiskrem
Ef þú ert ofnæmis kjúklingur eins og ég
Verkjatöflur
Niðurgangs/ælutöflur
Algjört must að taka með sér Imodium, þú átt eftir að fá í magann, jafnvel í 10 tíma rútuferð í skítugri rútu og þá viltu ekki þurfa að hlaupa á ógeðslegu dolluna á 5 mín fresti. Það er samt mælt með að leyfa líkamanum að losa sig við það sem er að valda magakveisunni, en stundum má maður ekki við því að sitja á klósettinu í heilan dag.
Alhliða fúkkalyf
Ef að maður skildi fá nastí bakteríusýkingu og ekki komast til læknis
Sótthreinsandi eða sprit

Þess má geta að sterkt áfengi getur þjónað sama tilgangi.
Sótthreinsigel
Til að sótthreinsa hendur eftir klósettferðir og fyrir mat á stöðum þar sem vask og sápu vantar.
Hitamælir

Svona léttan munnmælir til að ath. hvort maðursé með hita
Latexhanskar
Koma að góðum notum við ýmsar aðstæður t.d. ef þú missir passann ofaní klósettið
Malaríutöflur
Það er ekkert gaman að fá svona
Koníak
Mæli með 1/2 staupi að koníaki á hverjum morgni til að halda maganum í lagi
Upplýsingar um veiki og ofnæmi
Bólusetningarskírteini
Passa að vera búin að taka viðeigandi bólusetningar, þú kemst ekki inní mörg lönd án þeirra.
Einnig er algjör óþarfi að bjóða hættunni heim.
Svo getur líka verið sniðugt að kaupa sér
Teygjubindi

Sáraumbúðir (eða lítið sjúkrakitt)
Varasalva (helst með sólarvörn)


Þess má þó geta að þetta er allt hægt að kaupa í útlöndum, en það er samt sniðugt að vera með a.m.k. eitthvað alltaf á sér, sérstaklega á ferðalögum fjarri mannabústöðum. Mín reynsla er sú að í flestum löndum eru lyfjafræðingar í apótekum mjög færir, þó maður tali ekki málið er bara hægt að benda á útbrot eða leika niðurgang (hef gert bæði). Passið ykkur bara að skilja á hversu margra tíma fresti þið eigið að taka töflurnar, 12 og 2 hljóma ansi líkt á sumum tungumálum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?