<$BlogRSDUrl$>

Monday, March 17, 2003

Snyrtidót og þessháttar
Það eru ýmsar nauðsynjavörur sem tilheyra snyrtidóti og er vert að hafa með í för

Klósettpappír
1-2 rúllur er gott að hafa í töskunni, svona ef maður sullar einhverju niður eða er kámugur á höndunum. Kemur samt að bestum notum þegar maður þarf að fara út í skóg að gera eitthvað sniðugt, nú eða lendir á almenningsklósettum án pappírs .
Eyrnatappar
Þannig að maður geti sofið þó að það sé trompet við hliðiná á manni eða einhverjir sem tala stanslaust .. vakandi og sofandi..
Sjampó-næringu
Þannig að hárið verði fallegt
Rakakrem
Þannig að húðin verði sæt og ofþorni ekki
Sólaráburð
Það er ekki gaman að brenna og geta ekki verið úti í nokkra daga, mæli með sterkum vörnum þ.e. a.m.k. yfir 20 (helst 30+). Fólk klikkar oft á því að þegar að ferðast er nálægt miðbaug er sólin mun sterkari en á Spáni, því dugar sólarvörn nr. 8, 10 og 15 skammt, sérstaklega á viðkvæmum svæðum eins og öxlum. Mæli með að byrja á sterkri sólarvörn og síðan ef ykkur finnst það of mikið er hægt að minnka við sig. Hef heyrt um marga sem ætla að spara og kaupa sólarvörnina erlendis, en góðar sólarvarnir eru dýrar hvar sem þú kemur og oft eru ódýrari týpur algjört drasl. Ef þú millilendir í London þá er Boots á flugvöllunum þar oft með 2 fyrir 1 á sólarvörnum.
grænt gel - aloe vera
Sólarvörnin er ekki alltaf nóg og maður brennur
Moskítókrem/spray
Til að fæla móskítóflugurnar í burtu, mælt er með að nota fælur sem innihalda milli 30-50 % af DEET. Þetta er ekki selt á íslandi en fæst í löndunum í kring (t.d. í BOOTS sem er á öllum flugvöllum í London) og í löndum með moskítófluguvandamál.
Bursta
Til að hárið verði ekki allt of úfið
Túrtappar og Dömubindi
Ef að Rósa frænka skyldi koma í heimsókn. Oft getur verið erfitt að nálgast þessa munaðavöru (sérstaklega túrtappa). Var að ferðast með breskri stelpu í Braselíu sem hafði verið á flakki um suður-Ameríku í nokkra mánuði og líkti því að leita að Ob í búðum við að finna nál í heystakk.
Getnaðarvarnir
you never know, auk þess þá fær maður oft í magann á ferðalögum með gullfossi eða Geysir og þá virkar pillan ekki. Oft getur maður aðeins keypt innlenda framleiðslu sem stenst ekki staðla EU.
Ýmislegt annað sem gott er að hafa með sér
Naglaklippur (skæri á vasahnífnum virka einnig)
Ilmvötn
Táfýlusprey -Skórnir þínir og tærnar þínar eiga eftir að lykta illa
Gel
Spennur-teygjur
Sólgleraugu
Gleraugu
Linsudót
Tannbursti
Tannþráður
Tannkrem
Hælaskrúbb
Málingadót
Rakdót

This page is powered by Blogger. Isn't yours?